craft beer taps at microbar kopavogur

Gæðingur Brugghús

Brugghús túrar

Við bjóðum upp á Brugghústúra samkvæmt samkomulagi.

Túrarnir taka um 45-60 mínútur og þú munt heyra söguna um Gæðing, bruggferlið og söguna um fyrsta handverksbrugghús landsins Microbar. Kannski mest spennanndi er að þú munt heyra allt bruggara/bar/bjór/brugghússlúðrir, hver sefur hjá hverjum og mikilvægar upplýsingar. Kannski verðurðu líka fullur. Þar sem þú verður á bjórtúraverðum allt kvöldið.

Verð er 4.500 kr pr mann fyrir minnst 5 manns.
Lágmarksverð fyrir túr er 22.500 kr

Hafðu samband :
Björn Jóhannsson
sala(ad)gaedingur.beer
6508825

íslenska handverskbrugghúsið

GÆÐINGUR BRUGGHÚS

Gæðingur er fjórða örbrugghúsið á Íslandi. Áður komu Kaldi, Ölvisholt og Mjöður.

Upphaflega stofnað á jörðinni Útvík í Skagafirði, í afdönkuðu hænsnahúsi árla 2011. Þar hófst ölgerðin með breskum 1000L tækjum og bruggaður var síaður lager og efetirgerjað öl í flöskum. Brugghúsið tók örum breytingum og árið 2014 var Gæðingur fyrst örbrugghúsa til að kaupa dósavél, sem hefur verið notuð æ síðan.

Fyrsti handverksbjór bar Íslands

Árið 2012 opnuðu eigendur Gæðings, fyrsta handverksbjór bar landsins, Microbar í Austurstræti. 2014 fluttist hann á Vesturgötuna og einnig opnaði Microbar á Sauðárkróki og svo, sem ölstofa nýs brugghúss Gæðingd í Kópavogi, árið 2018. Saga Gæðings hefur því mest alla tíð verið samofin Microbar

Nú eru 2000L bruggtæki í Kópavogi, 15.500 L gerjunartankar og stækkun í vændum. Gæðingur er með um 17 tegundir af dósabjór til sölu í vínbúðinni og fæst auðvitað á Microbar, ásamt betri björbörum og á Bjórlandi

Saga Gæðings

2011

FYRSTU BJÓRARNIR

Janúar 2011:

Adele gefur út plötuna 21 og David Porter ásamt Glen Fiddich fara til Íslands og setja upp brugghús Gæðings í Útvík í Skagafirði. Fyrsta bruggið framkvæmt; Gæðingur Lager.

Annan maí 2011:

Fyrsti Gæðingsbjórinn er seldur og Osama bin Laden er felldur. Þetta vekur umtal og eftirmála.

Ágúst 2011:

LadyGaga, Justin Bieber og Kate Perry vinna til verðlauna og Gæðingur ratar á sinn fyrsta krana í Reykjavík, á Íslenska Barnum í Pósthússtræti.

2012

MICROBAR REYKJAVÍK OPNAÐ

1.Júní 2012 á Ingibjörg Hafstað 53ja ára afmæli og eigendur Gæðings opna Microbar að Austurstræti 6. Þar eru 8 kranar með bjórum Gæðings, Kalda og Ölvisholts. Önnur örbrugghús voru ekki starfrækt á Íslandi á þessum tíma. Einnig voru um 30 tegundir af innfluttum handverksbjórum í boði á hinum nýopnaða bar. Mekka handverksbjórs hafði fengið sinn stað á Íslandi til a.m.k næstu tveggja ára.

Tíminn líður. Microbar dafnar og verður í auknum mæli aðdráttarafl erlendra ferðamanna.

2014

MICROBAR & BED SAUÐAKRÓKUR

2014, 5. júní er Franska opna meistaramótið í tennis orðið óbærilega spennandi, en kyntáknin Maria Sharapova og Rafael Nadal stóðu þremur dögu seinna uppi sem sigurvegarar. Fyrir vikið misstu þau bæði af opnun Microbar&Bed á Sauðárkróki. Þar opnuðu eieundur Gæðings sinn annan bar; einn af allra fallegustu börum í miðbæ Sauðárkróks; veggjaskreyttann af Hugleiki Dagssyni.

2015

MICROBAR FLYTUR ÚR AUSTURSTRÆTI

2015, 20 Október, tilkynnir Joe Biden að hann ætli ekki að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna fyrir kosningar 2016. Hann hefði því allt eins getað komið og samglaðst  Gæðingi, þegar Microbar flutti sig frá Austurstræti og opnaði á nýjum og betri stað að Vesturgötu 2.

2018

GÆÐINGUR OPNAR Á NÝBÝLAVEGI

2018, 11. September eru liðin 17 ár frá harmleiknum á Manhattan og Pentagon. Kofi Annan er borinn til hinstu hvílu, en það er hægt að minnast þess jákvæða, að Microbar Kópavogur var opnaður að Nýbýlavegi 8 í Kópavogi.

Gæðingur er að koma sér fyrir í sama húsnæði og fyrsti bjór Gæðings sem bruggaður var þar, var jólabjórinn Jingle Balls.

Það líður að lokum 2020. Fólk bíður með jólaöndina í hálsinum eftir Bóluefni, sem er samstarfsfjór Borgar og Kalda. Grýluhor er búinn hjá Gæðingi, en 19 aðrar tegundir Gæðings eru fáanlegar í Vínbúðunum.

Það er bjart framundan!

Microbar Reykjavík owner

EIGANDINN

ÁRNI HAFSTAÐ

Árni er maðurinn á bakvið Gæðing. Microbar Reykjavík, Microbar & Bed og Microbar Kópavogur.

LISTAMAÐURINN

HUGLEIKUR DAGSSON

Hugleikur Dagsson er maðurinn á bakvið lógo Gæðings. Auk þess að hanna marga miða gæðingsbjóranna þá hefur hann líka skreytt Microbar, Microbar & Bed með list sinni.

Hugleikur Dagsson

Heimsókn í Skagafjörðinn