Gæðingur

Gæðingur Íri - 4.9% - Red Ale

TÝPA OG STÍLL:

Irish Red 

ÁFENGISPRÓSENTA:

4,9%

FYRST BRUGGAÐUR:

2020

HÖFUNDUR:

Gæðingur

FYRIR HVERJA:

Þessi er fyrir handverksbjórannendur, sem eru minna fyrir beiskju og meira fyrir maltríka bjóra, en þó auðdrekkanlega. Í huganum svífa menn inná sveitta krá, fulla af óskiljanlegum Írum, sem svolgra téðum vökva í sig, uns allir annaðhvort spila á fiðlu á meðan þeir dansa river dance, eða syngja þriðja sigurlag Jonny Logan á meðan meðan hnúar annara gesta dynja þeim til að þeir hætti þessu. Og þessir men eru ekki fyrir beiskju?

 HVERNIG ER HANN: 

Rauður, eins og hann hafi vitjað um silunganet, berhentur uppúr ísvök. Er þó í skemmtilegu jafnvægi; sætu, beiskju og áfengislega séð.

 

Við höfum lokað tímabundið

Ekki tókst að framlengja leigusamninginn í Vesturgötunni og höfum við þar af leiðandi lokað tímabundið. Við erum að skoða önnur húsnæði í Reykjavík og vonum að við getum farið af stað aftur fljótlega.

Þeir sem eru þyrstir í brakandi ferska Gæðinga, geta heimsótt okkur í Microbar Kópavog , kippt nokkrum með í næstu vínbúð eða pantað á Bjórlandi.

Ef þú vilt fræðast meira um Gæðing Brugghús eða panta Brugghús túr endilega hafðu samband. 

Sjáumst vonanadi fljótt aftur :)

You may also like

Nýlega skoðað