Við höfum og við ætlum.

Þú ert nr. 4 í röðinn er yfirleitt ekkert skemmtilegt að heyra, nema þega það er af því að Gæðingur brugghús var það fjórða í röð örbrugghúsa á Íslandi.

Við vorum talsvert stolt af því, en það er horfið í haf þess alls sem við höfum verið stolt af síðan.

Við höfum gert fjölmarga nýja bjóra.

Við hofum bruggað með mörgum brugghúsum, hérlendis og erlendis.

Við höfum tekið þátt í ýmsum bjórhátíðum.

Við höfum unnið til nokkurra verðlauna.

Við höfum bruggað í sveit og

við höfum bruggað í borg.

Við höfum tekið drjúgan þátt í bjóráhugabylgjunni sem reis um 2012 og heldur risi.

Við höfum staðið á bak við Microbar, Microbar & Bed og Microbar & Brew.

Við ætlum að hlda áfram að gera það sem við getum verið stolt af.

Gæðingur var stofnaður fyrir tilviljun, eins og flest annað í þessu lífi. Við tveir félagar, Árni Hafstað og Jóhann Guðmundsson skruppum á ölgerðarnámskeið til Danmerkur árið 2008. Þar var bruggað og þar var drukkinn bjór. Að því loknu, endurtókum við það þegar heim var komið.

Ánægðir með árangurinn, en tilbúnir til að gera betur, fórum við á lengra og ítarlegra námskeið í Bury, Englandi. Þar var drukkið og þar var bruggað það ráð, að kaupa 1000L bruggtæki til að geta endurtekið allt heima.

Það gekk eftir og fyrsti bjórinn fór í Vínbúðina 1. maí 2011. Það Var Gæðingur Lager. Þá kom Gæðingur Stout, Svo Gæðingur Pale Ale. Því næst Tumi Humall IPA, Gæðingur Hveitibjór, BRA, Jólabjór og svo mætti lengi telja. Síðan þá hefur mikið stóð Gæðinga runnið frá verksmiðju Gæðings.

 Upphaflega var ölgerðinni komið fyrir í gömlu hænsnahúsi á jörðinni Útvík í Skagafirði.

Árið 2018 var henni komið fyrir að Nýbýlavegi 8 í Kópavogi, þar sem hún nú er starfrækt.

Við einsetjum okkur að bjóða spennandi úrval dósa í Vínbúðinni. Einnig erum við á nokkrum krönum á okkar eigin börum; Microbar að Vesturgötu 2 og Microbar & Brugg Nýbýlavegi 8.

Auk þess er bjórinn fáganlegur í Fríhöninni og er vinsæll sem gjöf til óorðinna bindindismanna erlendis.

Við höfum augun opin ef spennandi markaður erlendis bíður sig.

Við ætlum að stækka og verða betri.

Undanfarið hafa bjórar með stærri handahreifingar en áður, komið af færibandi Gæðings. Þar má nefna Sweet New England, New sweet England Timbraðan Zar og Blágosa.

Við ætlum að verða svalari.

Við höfum leigt frá okkur aðstöðu fyrir önnur brugghús. Það myndar tengsl við aðra í bransanum og  gefur okkur innsýn í það, hvað aðrir hafa nýtt fram að færa.

Við ætlum að fylgjast með straumum og stefnu.

Við höfum bruggað fyrir önnnur brugghús og gerum vonandi áfram. Það eykur nýtingu tækja og mannskaps og gerir okkur fært að stækka.

Við ætlum að vera áfram til.

Við höfum og við ætlum.