Gæðingur

Sweet New England - 8% - N.E.I.P.A

BRAGÐLÝSING

Ljósrafgullinn, skýjaður. Hálfsætur, þéttur, beiskur. Mangó, passjón, appelsína, grösugur.

UNDIRFLOKKUR - NEIPA

New England India Pale Ale er bjórstíll sem hefur verið í miklum vexti undanfarin ár. Þessir bjórar einkennast af miklum humlaeinkennum vegna þurrhumlunnar. Þetta skilar sér í miklum suðrænum ávaxtaeinkennum ásamt fremur lítilli beiskju miðað við hefðbundna IPA bjóra (þó ekki algilt). Framleiðendur notast oft við hveiti og hafra sem gefur aukna munnfyllingu og eitt aðaleinkenni þessara bjóra er að þeir eru mjög skýjaðir í útliti sökum þess að þeir eru ófilteraðir.

YFIRFLOKKUR - IPA

Þessum flokki tilheyra allir þeir bjórar sem teljast til IPA, hvort sem þeir koma frá Bandaríkjunum, Bretlandseyjum eða annars staðar frá. IPA eða India Pale Ale er öl sem á rætur sínar að rekja til Bretlands og einkennist í dag í flestum tilfellum af mjög áberandi bragði af þeim humlum sem notaðir eru í framleiðslunni. Bragðeinkenni geta t.d. verið sítrus, trjákvoða, og suðrænir ávextir og innihalda yfirleitt nokkuð mikla beiskju. Vínandastyrkur getur verið frá 4,5% til 10%.

You may also like

Nýlega skoðað