Gæðingur Brugghús

Blágosi 5.6% - SOUR BEER

BRAGÐLÝSING

Fjólurauður. Sætuvottur, meðalfylltur, lítil beiskja, sýruríkur. Bláber, korn, mysa.

UNDIRFLOKKUR - GOSE

Yfirgerjaður súrbjór sem á uppruna sinn í Goslar í Þýskalandi en er í dag frekar kenndur við borgina Leipzig. Bjórinn er léttsýrður með mjólkursýrugerlum og er oft kryddaður með kóríander og salti. Kóríander kryddið á að skila léttum sítrustónum og saltið á að skila ferskleika og léttri seltu, en á alls ekki að vera yfirgnæfandi. Þessir bjórar eru ekki eins sýruríkir og t.d. Berliner Weisse.

YFIRFLOKKUR - SÚRBJÓR

Fjölbreyttir bjórar, yfirleitt öl, sem samkvæmt hefð innihalda hátt hlutfall hveitis, sem gengið hafa í gegnum ferli sem gerir þá súra. Sýrustig þessara bjóra er misjafnt og fer í raun eftir því hvaðan bjórarnir koma og hverju bruggarinn sækist eftir. Súrbjórar geta verið hreinir og ferskir eða innihaldið ýmsar bakteríur og gerafbrigði, eins og Brettanomyces sem gefur þeim ilm og bragð af heyi, sveit og plástri, svo fátt eitt sé nefnt. Sumir eru látnir liggja á ávöxtum eins og kirsuberjum. Vínandastyrkur getur verið frá 3% til 8%. Heimalönd þessara bjóra eru Belgía og Þýskaland, en önnur lönd hafa verið að sækja í sig veðrið, sér í lagi Bandaríkin.

Við höfum lokað tímabundið

Ekki tókst að framlengja leigusamninginn í Vesturgötunni og höfum við þar af leiðandi lokað tímabundið. Við erum að skoða önnur húsnæði í Reykjavík og vonum að við getum farið af stað aftur fljótlega.

Þeir sem eru þyrstir í brakandi ferska Gæðinga, geta heimsótt okkur í Microbar Kópavog , kippt nokkrum með í næstu vínbúð eða pantað á Bjórlandi.

Ef þú vilt fræðast meira um Gæðing Brugghús eða panta Brugghús túr endilega hafðu samband. 

Sjáumst vonanadi fljótt aftur :)

You may also like

Nýlega skoðað